Dagskrá helgina 27.-29. janúar 2012

NÁMSKEIÐSHELGI. Kjörðið tækifæri fyrir alla þá sem ætla að taka þátt í göngumótum vetrarins, einnig unglinga, t.d. Íslandsgangan-Vasa. Kennari Birgir Gunnarsson.
Verð 5000 kr. Greiðist við upphaf námskeiðs.
Föstudagur kl. 17-19 bóklegur tími í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal (skrifstofubyggingin sem fyrst er komið að). Farið yfir tækni, þjálfun, undirbúning fyrir lengri göngur t.d. Vasa, val á skíðum, áburð o.fl. Sýnd kennslumyndbönd o.fl.
Laugardagur kl. 11-13 æfing í Bláfjöllum. Farið yfir tækni frá a-ö
Sunnudagur kl. 11-12 æfing í Bláfjöllum – tekið videó af þátttakendum.
Sunnudagur kl. 17-18 tími í Laugardal farið yfir videóupptökur, fyrirspurnir og umræður.
Skráning er hér á vefnum, smellið á næstefstu myndina í dálkinum til hægri!

NÁMSKEIÐ fyrir almenning, grunnatriði í skíðagöngu.
Laugardagur kl. 14-15:30, skráning á heimasíðunni (efst í dálkinum til hægri), verð 1000 kr. greiðist á staðnum, skíðabúnaður fyrir námskeiðið kr 500, takið fram við skráningu hvort þörf er á að leiga búnað.

BARNAÆFING
Laugardagur kl 11-12 þjálfari Gunnar Birgisson.

SKÍÐI FYRIR ALLA: T.d. hreyfihamlaða og blinda, opin kynning í Bláfjöllum á vegum SKÍ sunnudaginn 12. febrúar kl. 11.00 – 16.00. Fólk þarf ekki að skrá sig, bara mæta við Bláfjallaskálann og þar verður fólki vísað áfram.

Allir þurfa að fylgjast með heimasíðunni þar sem breytingar kunna að verða á staðsetningu æfinga eða fresta þarf námskeiðir vegna óhagstæðs veðurs í Bláfjöllum.
Þóroddur F.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur