Brúarsmíði í Fossvogsdal

Fyrsta og lengsta brúin. Fánarnir vöktu athygli og fólk lýsti ánægju með framtakið
Fyrsta og lengsta brúin. Fánarnir vöktu athygli og fólk lýsti ánægju með framtakið

Fyrir nokkru fóru menn að velta því fyrir sér að með því að brúa nokkra skurði í landi Kópavogs innarlega í Fossvogsdal mætti, þegar snjór er nægur, leggja skemmtilegan þriggja km skíðagönguhring um þessar slóðir. Málið var rætt við Kópavogsbæ og það er skemmst frá því að segja að undirtektir voru mjög góðar. Kópavogsbær féllst á að leggja til allt efni í sex brýr og koma fyrir staurum sem undirstöðum. Sex Ullungar luku svo við verkið í dag og negldu brúargólfin á staurana.
Nú er bara að vonast eftir nægum snjó í vetur svo að brýrnar nýtist vel . Nokkrar myndir frá brúarvinnunni eru komnar á myndavefinn.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur

Gróðursetning í Bláfjöllum