Breytt fyrirkomulag Orkugöngunnar

Borist hefur tilkynning frá aðstandendum Orkugöngunnar:

Vegna snjóleysis á efra svæði Orkugöngunnar hefur verið ákveðið að breyta fyrirkomulagi göngunnar um nk. helgi, laugardaginn 14. apríl. Vegalengdin hefur verið stytt úr 60 km í 35 km og fer gangan fram á gönguskíðasvæðinu á Reykjaheiði, þar sem styttri vegalengdir (20, 10, 5 og 1 km) verða einnig gengnar. Ræst verður kl. 11 í allar vegalengdir og verða mótsgögn afhent á rásstað.

Auglýsing um Orkugönguna, smellið til að lesa!
Verðlaunaafhending og kaffihlaðborð verður á Fosshótel Húsavík kl. 15. Verðlaunagripir eru hannaðir af Jónu Birnu Óskarsdóttur og Arnhildi Pálmadóttur.

Skráningargjald hefur verið lækkað og er nú;
35 km – 2.500 kr
20 km -1.500 kr
10 km – 1.500 kr
5 km – 1.000 kr
1 km – ókeypis.

Nánari upplýsingar er einnig að finna á vefsíðunni www.orkugangan.is Við vonumst til að breyttar forsendur hafi ekki áhrif á þátttöku í Orkugöngunni og vonumst til að sjá ykkur hress og kát nk. laugardag.

Með kveðju fh. undirbúningshóps,
Jóna Matt

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur