Veður gott, hægur vindur , -1°C en þoku mugga.
Námskeið á fullu og allt að gerast.
Troðnar slóðir á sléttu, hefur þó aðeins snjóað í.
Kveðja frá Þóroddstöðum
Við þetta má bæta að aðsókn að námskeiðum í skíðagöngu fór fram úr björtustu vonum. U.þ.b. 130 hafa skráð sig á námskeiðin átta sem verða haldin um þessa helgi og næstu og fólk hefur dreifst það jafnt á námskeiðsdagana að enn eru laus nokkur pláss á þeim öllum. Næstum 50 voru á námskeiðunum í dag og þeir sem vilja komast á námskeið á morgun eða um næstu helgi ættu að drífa í að skrá sig með því að smella á myndina efst í dálkinum hér til hægri og fylla í reiti eins og um er beðið. Athugið svo hvort ekki birtist staðfesting á því að skráning hafi tekist eftir að eyðublaðið var sent, önnur staðfesting verður ekki send.