Það lítur ekki vel út með veður um helgina í Bláfjöllum en vonandi bætir á snjóinn, en ef ekki viðrar á skíðin er hægt að fylgjast með landsliðsmönnum okkar sbr. eftirfarndi frá Birgi Gunnarssyni.
ÞFÞ
Það verður hægt að fylgjast með gengi okkar manna á www.sarnask.com. Á síðunni er hnappur sem heitir „Liveresultat“. Eftir að búið er að klikka á hann þá velur maður flokkinn þ.e. H-21. Ef það verður sýnt frá þessu þá er það mögulegt inná www.idrefjall.se, þar velur maður „TV Idre fjäll“ sem er ofarlega á síðunni. En ég veit ekki ennþá hvort það verður sjónvarpsútsending. En fyrri möguleikinn sem ég nefni er s.s. lifandi úrslit sem uppfærast jafnóðum.