Bláfjöll laugardag 4. janúar

Það var frábært færi í Bláfjöllum í kvöld og búið að leggja spor sem er til fyrirmyndar, líklega besta æfingaspor sem boðið er uppá á landinu, hæfilega snarpar brekkur upp og aflíðandi rennsli niður. Á morgun laugardag verður skálinn opinn eins og skíðasvæðið í heild (10-17) og námskeið fyrir byrjendur kl 13 en nánast fullbókað á einn leiðbeinanda svo áhugasamir eru beðnir að senda SMS í síma 861-9561 fyrir kl 11 svo hægt sé að tryggja að leiðbeinendur verði til staðar.
Allir sem stefna á að taka þátt í lengri göngum svo sem Íslandsgöngunni, þar á meðal Fossavatnsgöngunni sem er liður í Landvættum, eru hvattir til að mæta en unnið er að því að koma á sérstökum æfingum fyrir þá og áhugasömum bent á að gefa sig fram í skálanum.
Minnum á skíðaleiguna í skála Ullunga og að börn fá lánuð skíði án endurgjalds.
Þóroddur F.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur