Gleðilega páska.
Ég var að ræða við Einar rekstrarstjóra skíðasvæðanna og þó það sé strekkingur á svæðinu verður lagt 5 km spor sem verður tilbúið fyrir kl 12 í dag. Samkvæmt Belgingi á að lægja eftir hádegið svo það er um að gera að koma uppeftir og taka góða æfingu fyrir morgundaginn.
Ég geri ráð fyrir að Gunnar Birgis verði með æfingu fyrir börn og unglinga um eða upp úr hádeginu og setur hann væntanlega upplýsingar um það á fésbókina og sendir Andrésar-keppendum tölvupóst.
Þóroddur F.
Bláfjöll í dag páskadag – spor
- 8. apríl. 2012
- Æfingar, Skíðafæri
Deila
Facebook
Twitter