Bláfjöll í dag, laugardag 26. mars

Það er þoka í fjöllum og spáð þoku, litlum vindi, úrkomu?, en við skíðagöngufólk látum það ekki á okkur fá og áformum eftirfarandi, ef það breytist reynum við að greina frá því hér með einhverjum fyrirvara. Hiti kl 07 að skríða upp fyrir 0°.
Æfing f. börn og unglinga kl. 11.
Æfing fyrir fullorðna kl 12.
Tilsögn í skíðagöngu fyrir almenning kl 13.
Tilsögnin fer fram við skála félagsins við Suðurgil í Bláfjöllum og er skráning í skálanum og kostar 1500 kr. Á sama tíma verður einnig hægt að fá í skálanum tilsögn um meðferð gönguskíða og áburðanotkun.
Þóroddur F.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur