Bláfjöll helgina 8.-9. des.

Helgarspáin segir einfaldlega allir á gönguskíði, eftir því sem tími er til frá jólaamstrinu.

Laugardagur skálinn opinn 11-16+ , skíðaleiga, spjall, ráðleggingar- tilsögn…

Æfingadagskrá, mikilvægt að allir mæti tímanlega.

1. Sunnudag kl 11-12. Samhæfingarnámskeið, leiðbeinandi Birgir Gunnarsson. Ætlað þeim sem verða leiðbeinendur á námskeiðum fyrir almenning á vegum Ulls, biðjum alla sem hafa fengið beiðni um að taka þátt að mæta svo og aðra sem ekki hefur náðst í en treysta sér til að aðstoða við þetta vekefni.

2. Sunnudagur kl 12-13+.  Æfing fyrir alla sem hafa einhverntíman tekið þátt í almenningsgöngum eða hafa hug á að taka þátt í einhverjum þeirra í vetur. Umsjón Haraldur H. Hilmarsson og Óskar Jakobsson.

3. Sunnudagur kl 12-13+ Barna og unglingaæfing, leiðbeinandi Birgir Gunnarsson.
Fjölmennið nú.
Þóroddur F.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur