Bláfjöll 3.-4. mars

Það rættist alls ekki veðurspá gærdagsins og leiddi það næstum til vandræða fyrir starfsmenn skíðasvæðisins sem mé skylst að hafi mætt örfáir í morgun til þess eins að fara yfir stöðuna og ganga betur frá vegna verðurs. Það hins vegar batnaði stöðugt veðrið frá hádegi og til merkis um það var auk hefðbundinna 5 km lagt í fyrsta sinn í vetur 14 km spor niður að Grindaskörðum, en ég hef ekki staðfest að farið hafi verið líka upp á Heiðina. Þeir fáu sem komu á svæðið höfðu því nægilegt pláss. Á morgun lítur bara vel út með veður og eru allir hvattir til að notfæra sér það, en e.t.v. ætla margir, þar á meðal undirritaður, að fylgjast með Vasagöngunni fram undir hádegi en fyrstu menn koma væntalega í mark um kl 11 og svo er að drífa sig í fjöllin eftir það.
Ullungar í Vasagöngunni eru eftirtaldir það ég best man, biðst afsökunar ef ég gleymi einhverjum, hægt er að fylgjast með gangi þeirra í gegnum síðu Vasagöngunnar.
Bragi Ragnarsson 11913
Hugrún Hannesdóttir 19745
Ingvar Einarsson 13986
Kristján Sæmundsson 12954
Ólafur Jóhannsson 12995
Ólafur Helgi Valsson 4259
Steinunn Hannesdóttir 18920
Sævar Skaptason 13021
Þórhallur Ásmundsson 6506
Þóroddur F.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur