Vegna slæms veðurs í dag og ótryggs veðurútlits á morgun verður því miður ekki hjá því komist að fresta Bláfjallagöngunni sem átti að fara fram á morgun, laugardag. Þótt veðurspár bendi reyndar til að það verði skaplegt veður í fáeina klukkutíma fyrri hluta dags á morgun er tíminn að öllum líkindum of stuttur of stuttur til að hægt verði að undirbúa brautina eins og þarf og halda gönguna með glæsibrag án þess að eiga á hættu að keppendur lendi í vandræðum því útlit er fyrir versnandi veður síðar um daginn.
Ekki hefur enn verið ákveðið hvenær stefnt verður að því að halda gönguna en það verður sagt frá því hér á vefnum um leið og eitthvað liggur fyrir um það.