Bláfjallagöngunni frestað um viku

Vegna mikillar rigningar í gær og nótt er það niðurstaða starfsmanna í Bláfjöllum sem skoðuðu aðstæður þar í morgun að vegna krapaelgs er engin leið að leggja spor að viti. Þó að eitthvað kólni e.t.v. í nótt dugar það engan veginn. Sléttan við skálann á floti, lækur út af henni og því eiginlega engin góð leið til að komast hærra upp í þeirri von að þar væri hægt að þræða framhjá krapalægðum. Spáð er roki og slagviðri í dag og starfsmenn svæðisins því farnir heim.
Það er því mat okkar að eina leiðin sé að fresta göngunni um viku og vonum að það valdi ekki verulegum óþægindum þó ákvörðun sé tekin svona seint.
Þóroddur F.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur