Vegna slæmrar spár á laugardag 10. febrúar hefur mótsnefnd Ullar í samráði við SKÍ ákveðið að fresta Bláfjallagöngunni fram á sunnudag 11. febrúar. Sömu tímasetningar gilda og skráningar. Hinsvegar gæti verið að halda þyrfti gönguna á golfvelli GKG í Garðabæ. Það verður tilkynnt í síðasta lagi kl. 08:00 á sunnudagsmorgun.
Strompaskautið verður einnig á sunnudag ef það tekst að halda Bláfjallagönguna í Bláfjöllum. Þá yrði startað í beinu framhaldi af Bláfjallagöngunni, þ.e. að sá sem yrði fyrstur í Bláfjallagöngunni 20 km færi fyrstur af stað. Næsti maður færi svo af stað jafnt langt og hann yrði á eftir fyrsta manni í Bláfjallagöngunni og svo koll af kolli. Ekki verður hægt að keppa eingöngu í Strompaskautinu. Keppendur mega skipta um skíði eftir 20 km Bláfjallagöngu yfir í skautaskíði og stafi. Ekki væri heldur leyfilegt fyrir einhvern að keppa í 10 km í Bláfjallagöngunni og svo í Strompaskautinu út af þessum sérstöku aðstæðum. Þeir sem skrá sig í Strompaskautið líka fá 50% afslátt af þátttökugjaldinu.
Önnur dagskrá heldur sér. Verðlaunaafhending og kaffihlaðborðið er svo í Áskirkju frá kl. 15:00 á sunnudaginn.
Forskráningarfrestur er framlengdur til kl.18:00 laugardaginn 10.2.
Mótanefnd Ullar