Að vandlega athuguðu máli hefur mótanefnd ákveðið að fresta Bláfjallagöngunni og Strompaskauti um viku! Vindaspá fyrir morgundaginn er mjög svipuð og er núna, og þótt það segi 5-6 m/s við Bláfjallaskála núna, þá gerðum við athugun úti í braut og þar er minnst 10-12 m/s við skálann okkar og fer upp í 17 m/s úti í braut. Við viljum ekki senda fólk út í svoleiðis.
Vonandi stenst langtímaspáin um að það kólni ögn í lok vikunnar og verði gott logn næstu helgi.
Mótsstjórn