Bláfjallagöngu og Strompaskauti frestað til 24. mars

Að vandlega athuguðu máli hefur mótanefnd ákveðið að fresta Bláfjallagöngunni og Strompaskauti um viku!  Vindaspá fyrir morgundaginn er mjög svipuð og er núna, og þótt það segi 5-6 m/s við Bláfjallaskála núna, þá gerðum við athugun úti í braut og þar er minnst 10-12 m/s við skálann okkar og fer upp í 17 m/s úti í braut.   Við viljum ekki senda fólk út í svoleiðis.

Vonandi stenst langtímaspáin um að það kólni ögn í lok vikunnar og verði gott logn næstu helgi.
Mótsstjórn

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur