Bláfjallagöngu og Strompaskauti frestað til 17.-18. mars

Það er sárt, þegar veðrið lítur út eins og í augnablikinu, að horfa á veðurspá morgundagsins. Spáin er afleit fyrir morgundaginn í Bláfjöllum, stífur vindur á bilinu 15-25 m/s eftir því hvaða spá er skoðuð. Í því ljósi breyttrar spár er ekki ráðlegt að stefna fólki í brautina hjá GKG, en við treystum á að fá talsverða snjókomu til að gera keppnishæfa braut. Brautin þar er vel hæf til æfinga, e.t.v. ekki á spariskíðum, en vantar nokkuð á grunninn til að gera vel þjappaða tví-þríbreiða braut. Við viljum ekki stefna búnaði fjölda fólks í hættu.

Við sjáum okkur því knúin til að fresta Bláfjallagöngunni og Strompaskautinu. Við stefnum því á að halda göngurnar 17.-18. mars í staðinn.

Mótanefnd Ullar.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur