Bláfjallagangan-veðurhorfur

Eins og sjá má á Belgingi eru horfur á að hiti verði í kringum -2°, þurrt og hægur ANA. Snjóaði síðast á sunnudag og frost síðan. Líklegt er að færi verði svipað og var í kvöld, fínt grip á rifflunum í kennslunni en kapparnir sögðust Bláan Extra hafa virkað vel en höfum væntanlega betri uppl. fyrir annað kvöld.
Hvetjum alla sem vettlingi geta valdið til að vera með, munið að þetta er almenningsganga og vegalengdir við allra hæfi og fínt fyrir þá sem fara rólegar yfir að mæta í fyrri ræsinguna sem er kl 11:30 og þá verða allir komnir í mark um kl. 14 og klárir í kaffið.
Þóroddur F.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur