Bláfjallagangan og Strompaskautið um helgina

Minnum á Bláfjallagönguna núna á laugardaginn 18. mars sem er almenningsganga sem allir ættu að skella sér í! Þá er á sunnudaginn 19. mars ný keppni, Strompaskautið, þar sem keppt er með frjálsri aðferð í lengri vegalengdum. Nánari upplýsingar hér fyrir neðan. Til að skrá sig þarf að smella á viðkomandi mynd efst í dálknum hægra megin á síðunni en þá ætti að birtast skráningarform. Athugið að skráningar í Bláfjallagönguna frá því í febrúar gilda enn svo þeir sem voru forskráðir þurfa ekki að skrá sig aftur. Til að glöggva sig á því hverjir eru skráðir í Bláfjallagönguna má sjá forskráða keppendur með því að smella hér.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur