Bláfjallagangan og Stromaskaut 17. og 18. mars

Enn er hægt að skrá sig í Bláfjallagönguna sem fer fram núna á laugardaginn 17. mars og Strompaskautið sem fer fram á sunnudaginn 18. mars, sjá nánar dagskrá og aðrar upplýsingar á mynd hér að neðan.

Það stefnir í flotta göngu á laugardaginn. Það er mjög góð skráning komin nú þegar og allt að gerast. Við verðum með tónlist á tveimur stöðum í brautinni. Drónar munu fljúga um svæðið og mynda ykkur í bak og fyrir. Búið að ráða amk tvo professional ljósmyndara líka. Þetta verður geðveikt stuð.

Það verða flott útdráttarverðlaun í Bláfjallagöngunni á laugardaginn, m.a. nokkur 10.000 kr. gjafabréf frá Everest, nokkur 7000 kr. gjafabréf frá Jómfrúnni, skíði frá Íslensku Ölpunum, borvélar og fleiri tæki frá Byko, ullarvörur frá Ullarkistunni, vörur frá Craft Sport, gjafakort frá Ísleifi heppna fyrir einhverja heppna keppendur og margt fleira.

Í kaffisamsætinu sem verður í Áskirkju verða meðal annars á boðstólum 150 snúðar frá Brauð & Co og fullt af öðru heimabökuðu gommelsi. Þetta getur ekki klikkað.

Við hlökkum mikið til og vonum að þið gerið það líka. Gerum laugardaginn eftirminnilegan saman.

Kveðja, mótsstjórn.

Athugið breyttar dagsetningar, göngunarnar fara fram 17. og 18. mars.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur