Bláfjallagangan og COVID-19

Við sem stöndum að Bláfjallagöngunni er öllum umhugað um heilsuna og okkur er mjög umhugað um ykkar heilsu.

Vegna COVID-19 faraldursins viljum við því biðja fólk sem finnur fyrir flensueinkennum að vera heima og sleppa því að mæta í gönguna, þeir sem mæta sleppi snertingum og handabandi og það er gott að halda 2-3 metra bili á milli í brautinni bæði vegna COVID-19 og það er líka öryggisatriði ef eitthvað kemur upp á.

Við ætlum að halda okkar striki varðandi gönguna en munum í ljósi aðstæðna ekki vera með kaffihlaðborð. Staðan er tekin á hverjum degi fram að göngu og við munum láta vita um leið og eitthvað breytist.

Öllum þátttakendum verður boðið í sund í Ásvallalaug, fá sundpoka, Happ+ góðgæti og fleira skemmtilegt.

Skráning er ennþá í fullum gangi hér: netskraning.is/blafjallagangan

Hlökkum til og góða skemmtun!

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur