Bláfjallagangan á morgun

Við minnum á Bláfjallagönguna á morgun sem allir ætla auðvitað að mæta í! Þótt veðrið sé ekki að leika við okkur í dag þá á að lægja og stytta upp á morgun þegar gengið verður svo við höldum okkar striki og vonumst auðvitað til að sjá sem flesta taka þátt.

Vil viljum minna á forskráninguna og hvetjum fólk til að nýta sér það þar sem það flýtir fyrir afgreiðslu númera í fyrramálið. Skráningarformið má finna efst á síðunni hægra megin. Við höfum lengt frestinn til að skrá sig í forskráningunni til kl 20:00 í kvöld en svo er aðvitað hægt að skrá sig á staðnum.

Athugið að kaffisamsætið verður í safnaðarheimili Árbæjarkirkju en ekki á áður auglýstum stað.

Sjáumst hress á morgun í Bláfjöllum!

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur