Bláfjallagangan á laugardag 19. febrúar.

Bláfjallagangan fer fram á laugardaginn, þann 19. febrúar 2011 og hefst hún kl. 13:00. Það er viðbúið að það verði gjóla og einhver úrkoma en við drífum þetta af.

Þeir sem voru búnir að skrá þátttöku um síðustu helgi eru beðnir að láta vita ef þeir verða ekki með.

Gangan er hluti af Íslandsgöngunni en tilgangur hennar er að hvetja almenning til þátttöku í skíðagöngu.
Skráning fer fram á vef Skíðagöngufélagsins Ullur http://ullur.wordpress.com/ og á keppnisstað í skála félagsins við Suðurgil. Þar verður einnig rásmarkið. Skráning á keppnisstað hefst kl. 11:30.

Reikningsnúmerið er 0117-26-6770 og kt.600707-0780.

Verðlaunaafhending og veitingar verða í skála Breiðabliks í Bláfjöllum. Keppt verður í eftirfarandi flokkum og vegalengdum:

Bláfjallagangan/Íslandsganga verður 20 km og keppt í fjórum aldursflokkum karla og kvenna.
16-34 ára
35-49 ára
50 ára – 59 ára
60 ára og eldri

Bláfjallagangan 10 km er fyrir 13 ára og eldri. ATH að skv. reglum SKÍ mega börn 9 ára
og eldri keppa í þessum flokki.

Bláfjallagangan 5 km er fyrir 12 ára og yngri.

Þátttökugjald í Íslandsgöngunni er fyrir 20 km kr 2000, 10 km kr. 1500 og 5 km kr. 500

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur