Bláfjallagöngunni er frestað um óákveðinn tíma!
Bláfjallagangan 2012 fer fram við skála Ullar í Bláfjöllum laugardaginn 3. mars næstkomandi. Gangan er liður í Íslandsgöngunni, almenningsmótaröð Skíðasambands Íslands. Fjórar vegalengdir verða í boði: 20 km (sem gefur stig í Íslandsgöngunni), 10 km, 5 km og 2 km sem er ætlað fyrir níu ára og yngri. Keppendur verða flestir ræstir kl. 13:00, þeir yngstu (9 ára og yngri) verða þó ræstir hálftíma fyrr, kl. 12:30. Þá er mælst til þess að þeir, sem vilja ganga 20 km en fara hægar yfir, hafa t.d. ekki áður lokið 20 km göngu á skemmri tíma en tveimur klukkustundum, hefji gönguna kl. 12:30.
Veitt verða verðlaun fyrir þrjú fyrstu sæti í hverjum flokki (þrír aldursflokkar karla og kvenna í 20 km, opnir flokkar karla og kvenna í 10 km og 5 km) og allir, sem ljúka göngunni fá þátttökupening. Verðlaunaafhending og kaffihlaðborð verður eftir gönguna í skíðaskála Ármanns.
Æskilegt er að fólk skrái sig í gönguna hér á vefnum og nú hefur verið sett upp kerfi til að taka við skráningum. Smellið á myndina efst í dálkinum hér til hægri, fyllið í reitina og smellið síðan á „Submit“. Einnig verður þó hægt að skrá sig í Ullarskálanum fyrir keppni, frá kl. 10:30 til 12:30, athugið þó að þeir, sem eiga að hefja gönguna kl. 12:30 mega ekki draga skráninguna fram á síðustu mínútu.
Hér fyrir ofan er kynningarmynd fyrir gönguna, smellið á myndina til að sjá hana stærri!