Bláfjallagangan fer fram þann 12. febrúar 2011 og hefst hún kl. 13:00. Gangan er hluti af Íslandsgöngunni en tilgangur hennar er að hvetja almenning til þátttöku í skíðagöngu.
Skráning fer fram á hér á vefnum, notið krækju í dálkinum hér til hægri. Einnig verður hægt að skrá sig á keppnisstað í skála félagsins við Suðurgil. Þar verður einnig rásmarkið. Skráning á keppnisstað hefst kl. 11:30.
Verðlaunaafhending og veitingar verða í skála Breiðabliks í Bláfjöllum. Keppt verður í eftirfarandi flokkum og vegalengdum:
Bláfjallagangan/Íslandsganga verður 20 km og keppt í fjórum aldursflokkum karla og kvenna:
16-34 ára
35-49 ára
50 ára – 59 ára
60 ára og eldri
Bláfjallagangan 10 km er fyrir 13 ára og eldri. ATH að skv. reglum SKÍ mega börn 9 ára og eldri keppa í þessum flokki.
Bláfjallagangan 5 km er fyrir 12 ára og yngri.
Þátttökugjald í Íslandsgöngunni er fyrir 20 km kr 2000, 10 km kr. 1500 og 5 km kr. 500.
Reikningsnúmer félagsins er 0117-26-6770 og kt.600707-0780.