Birkebeinerrennet 2013 – startnúmer til sölu!

Góðan daginn skíðamenn!
Það viðrar víst ekki til að keppa í Bláfjöllum í dag, en er einhver hér sem langar til að taka þátt í Birken í vor en fékk ekki startnúmer? Ég tók þátt fyrir þremur árum síðan og það var ótrúlega skemmtilegt! Þess vegna skráði ég mig núna líka þegar ég sá að enn var laust pláss, en svo kom í ljós að göngudagsetningin passaði frekar illa inn í önnur plön marsmánaðar… Svo ég ætla að selja númerið mitt og væri auðvitað gaman að annar Íslendingur gengi í staðinn fyrir mig!
Gangan er 16. mars 2013 og allar upplýsingar hér: http://www.birkebeiner.no/Birkebeinerrennet/
Einhver sem vill ganga? Endilega hafa samband – hrekagu@simnet.is
Bestu kveðjur heim í skíðaveturinn og sjáumst í Fossavatnsgöngunni!
Hrefna Katrín 🙂

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur