Bikarmótinu sem vera átti í Bláfjöllum um helgina hefur verið frestað vegna veðurútlits. Spáin leyfir hvorki keppni á föstudegi né sunnudegi þannig að okkur finnst betra að reyna aftur en að fá keppendur í bæinn til að keppa aðeins einu sinni.
Ákveðið hefur verið að mótið verði um næstu helgi, 30. janúar til 1. febrúar. Áður auglýst dagskrá mun væntanlega halda sér að öðru leyti en því að dagsetningar breytast. Nýr skráningarfrestur er kl. 20 miðvikudaginn 28. janúar.