Bikarmót í Bláfjöllum 23.-25. janúar 2015

SKI_150Fyrsta bikarmót SKÍ á þessum vetri fer fram í Bláfjöllum 23.–25. janúar. Ullur sér um framkvæmd mótsins sem er fyrir 14 ára og eldri er hafa keppnisleyfi SKÍ. Dagskráin er í stórum dráttum þannig að á föstudagskvöld kl. 19 er keppt í sprettgöngu með hefðbundinni aðferð. Á laugardag kl. 13 er keppt með frjálsri aðferð (hópstart) og gengnir 5–15 km eftir aldri keppenda. Á sunnudag kl. 11 er keppt með hefðbundinni aðferð (einstaklingsstart) og gengnir 5–10 km. Dagskrá mótsins má sjá hér: Bikarmót_2015

Forsvarsmönnum skíðafélaga er bent á að þátttökutilkynningar þurfa að hafa borist í póstfangið ullarpostur@gmail.com fyrir kl. 20:00 miðvikudaginn 21. janúar 2015.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur