Bikarmót á Ólafsfirði um helgina

BikarmotOlf2014Næsta bikarmót SKÍ á eftir því sem var í Bláfjöllum um leið og Bláfjallagangan verður á Ólafsfirði um næstu helgi, 7.-9. mars, og er það jafnframt Íslandsmeistaramót í lengri vegalengdum. Það lítur út fyrir að keppendur verði nálægt 30, þar af fimm Ullungar. Halla Karen Johnsdóttir mun keppa í flokki 12-13 ára og ganga með frjálsri aðferð á sunnudag. Gretar Laxdal Björnsson, Gunnlaugur Jónasson, Snorri Þ. Ingvarsson og Þórhallur Ásmundsson keppa í flokki fullorðinna og munu ganga með hefðbundinni aðferð á laugardag en Þórhallur mun auk þess ganga með frjálsri aðferð á sunnudag. Við óskum þeim góðs gengis á mótinu!
Dagskrá mótsins má sjá með því að smella á myndina hér fyrir ofan.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur