Bikarmeistarar 2019 í unglingaflokkum – Ullur á palli

Um nýliðna helgi fór fram Unlingameistarmót Íslands í skíðaíþróttum. Á mótinu átti Skíðagöngufélagið Ullur tvo keppendur, þær Sigríði Dóru Guðmundsdóttir og Evu Rakel Óskarsdóttir sem kepptu í 13-14 ára flokki og 15-16 ára flokki.

Mótið tóks vel fyrir utan smá erfiðleika vegna veðurs á fyrsta degi en þá var allri keppni aflýst. Gönguhluta mótsins var svo kláraður í Kjarnaskógi, skíðagönguparadís Akureyringa, þeirra Heiðmörk.

Að loknu móti voru bikarmeistarar í unglingaflokkum kringdir. Í bikarkeppninni safna keppendur stigum á bikarmótum sem haldin eru reglulega yfir veturinn. Skemmst er frá því að segja að stúlkurnar í Ulli komu heim með silfur og brons í bikarkeppninni, Sigríður Dóra með brons og Eva Rakel með silfur. Frábær árangur og bjart framundan hjá sístækkandi barna- og unglingahóp!

Hér má nálgast stutt myndband frá keppni á laugardaginn.

Skíðagöngufélagið Ullur þakkar SKA fyrir flott mót!

ganga-13-14-st
Sigríður Dóra Guðmundsdóttir (lengst til hægri) á verðlaunapalli á UMÍ 2019. Mynd: SKÍ

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur