Barnastarfið hefst miðvikudaginn 11. september

Barna- og unglingaæfingar byrja miðvikudaginn 11. september kl. 18 við Víkingsheimilið í Fossvogi. Æfingatímar verða 2x í viku í september. Kl. 18 á miðvikudögum og kl. 11 á laugardögum alveg eins og í fyrra. Sigrún verður með æfingarnar þegar hún kemur í október en Ingólfur Magnússon byrjar með þær í september. Æfingar verða klst í senn. Farið verður rólega af stað og farið yfir stöðu, markmið og aðra íþróttaiðkun m.t.t. persónulegrar æfingaáætlunar fyrir hvern og einn. Fyrsta æfing verður létt skokk og smá stopp í hreystibraut við Réttarholtsskóla. Mæting við Víkingsheimilið, klædd eftir veðri og í góðum skóm (hlaupa/íþróttaskóm eða álíka). Æfing endar svo í Víkinni kl. 19

Æfingarnar eru fyrir krakka á aldrinum 6-16 ára og eru nýir iðkenndur sérstaklega velkomnir. Nánari upplýsingar á krakkaullur@gmail.com

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur