Barna- og unglingaæfingar hafnar á ný

Um helgina mátti sjá í Bláfjöllum hóp af frískum krökkum á gönguskíðum en þar var á ferðinni hópur ungra Ullunga undir stjórn Sigrúnar Auðardóttur sem nýtekin er við sem þjálfari.

Fyrirkomulag æfinganna í vetur er sem hér segir:

– Æfingar fyrir alla, 6 ára og eldri, kl. 11 á laugardögum og sunnudögum við Ullarskálann í Bláfjöllum 1,5 klst.
– Æfingar fyrir 6 ára og eldri kl. 18 á miðvikudögum við Árbæjarsafn

Nýir iðkendur eru alltaf velkomnir og þeir sem hafa áhuga á að bætast í hópinn geta t.d. sent Sigrúnu Önnu eða forsvarsmanni foreldrafélagsins, Ólafi Th. Árnasyni, tölvupóst í krakkaullur@gmail.com. Einnig má hringja í Sigrúnu í síma 849-5323.hressir krakkar

 

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur