Barna- og unglingaæfing á sunnudag kl 11:00

Það verður æfing fyrir börn og unglinga á sunnudaginn kl 11:00 í Bláfjöllum undir stjórn Stefáns Pálssonar. Hvetjum alla til að mæta tímanlega til að gera skíðin klár, þið sem hafið verið á æfingum takið nú vinina með og komið þeim á bragðið. Foreldrar komið með börnin og leyfið þeim að prófa gönguskíði.
Allir í Bláfjöllin um helgina, æfum fyrir Bláfjallagönguna, hinir reyndari segja hinum til.
Þóroddur F.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur