Bakkelsi á kaffihlaðborð Bláfjallagöngunnar

Laugardaginn 30. mars verður hin árlega Bláfjallaganga haldin í Bláfjöllum 
og það stefnir svo sannarlega í met þátttöku í göngunni. 
Að göngu lokinni verður kaffisamsæti  í Valsheimilinu kl. 14:00-16:00 þar sem dregin verða út afar vegleg útdráttarverðlaun. 
Sá háttur hefur verið hafður á að félagsmenn hafa lagt til bakkelsi á kaffihlaðborðið. Félagið yrði afar þakklátt ef að þið hefðuð tök á að leggja til bakkelsi á borð við heita rétti, brauðtertur og/eða kökur. Ef þið hafið tök á því væri gott að þið mynduð skrá fyrir næsta þriðjudag hvers konar bakkelsi þið komið með. Vinsamlegast skráið bakkelsið hér. 
Gott kaffihlaðborð ásamt góðri framkvæmd er stolt hverrar göngu. 
Kær kveðja, 
Skíðagöngufélagið Ullur.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur