Málfríður Guðmundsdóttir

Skíðagönguskóli Ulls fyrir 6-8 ára

Æfingar hefjast næsta sunnudag hjá Skíðagönguskóla Ulls. Skíðagönguskólinn er fyrir krakka sem eru fædd 2015-2017. Þar eru æfingar einu sinni í viku og ætlum við í ár að bjóða uppá æfingar fyrir þennan hóp allan veturinn en ekki einungis á vorin eins og verið hefur. Um haustið verða krakkarnir ýmist á strigaskóm eða hjólaskíðum/línuskautum þar […]

Skíðagönguskóli Ulls fyrir 6-8 ára Read More »

Æfingar byrjaðar eftir sumarfrí

Þá er æfingatímabilið byrjað hjá öllum æfingahópum hjá Ulli en þrír æfingahópar tóku æfingu saman í morgun í hlíðum Úllfarsfells. Þangað mættu æfingahópar 9-11 ára, 12+ unglinga og æfingahópur fullorðinna í rjómablíðu og tóku mis margar ferðir af stafahlaupi frá bílastæðinu uppá topp, undir handleiðslu þjálfara. Þjálfararnir í dag hjá þessum hópum voru ekki af

Æfingar byrjaðar eftir sumarfrí Read More »

Nýr formaður og stjórn

Aðalfundur Skíðagöngufélagsins Ullar var haldinn í húskunnum ÍSÍ þann 24. maí síðast liðinn. Halla Haraldsdóttir gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu formanns en Trausti Árnason var kosinn til formanns í hennar stað. Í stjórn sitja áfram þau Ari Wendel, Baldur Invarsson, Málfríður Guðmundsdóttir og Sigrún Melax. Nýjar í stjórn eru þær Bergþóra Baldursdóttir

Nýr formaður og stjórn Read More »

Hjólaskíðanámskeið – júní 2023

Skíðagöngufélagið Ullur í samvinnu við Kristrúnu Guðnadóttur standa fyrir hjólaskíðanámskeiði fyrir fullorðna í júní. Námskeiðið verður fjögur skipti, 19., 21., 26. og 28. júní kl. 17.30.. Æfingarnar verða í Elliðaárdalnum, hist fyrir framan Hitt húsið. En mögulega verða einhver skipti færð eitthvað annað á höfuðborgarsvæðinu. Ferða og útivistarverslunin Everest bíður þeim sem ekki eiga hjólaskíði

Hjólaskíðanámskeið – júní 2023 Read More »

Hjólaskíðanámskeið – Vor 2023 — FULLT

ATH!! FULLT ER Á NÁMSKEIÐIÐ!! Hægt er að skrá sig á biðlista með því að senda póst á ullarpostur@gmail.com —————————————————————- Skíðagöngufélagið Ullur í samvinnu við Kristrúnu Guðnadóttur standa fyrir hjólaskíðanámskeiði fyrir fullorðna í vor/sumar. Námskeiðið verður fjögur skipti, fyrst 23. og 25.maí og svo 6. og 8.júní kl. 17.30. Æfingarnar verða í Elliðaárdalnum, hist fyrir

Hjólaskíðanámskeið – Vor 2023 — FULLT Read More »

Andrésar andarleikarnir 2023

Andrésar andarleikarnir voru haldnir í Hlíðafjalli á Akureyri dagana 19.-22.apríl og var stór hópur af efnilegum ungum Ullungum sem tóku þátt, eða alls 28 krakkar. Gleðin var allsráðandi og mikið stuð að vanda. Í Ullstjaldinu sáu foreldrar um grill og bakkelsi fyrir keppniskrakkana og Steven þjálfari sá um það færi ekki framhjá neinum að Ullur

Andrésar andarleikarnir 2023 Read More »

SMÍS – Liðasprettur

Í gær á öðrum degi Skíðamóts Íslands í skíðagöngu (SMÍG) var keppt í liðaspretti, en í fullorðinsflokki gengu liðsfélagar 3 hringi hvor en í unglingaflokki tvo hringi. Gengið er með boðgönguformi. Í unglingaflokki tóku 14 lið þátt en sveit Ullar með þeim Maríu Kristínu Ólafsdóttur og Hjalta Böðvarssyni sigruðu eftir spennandi endasprett. Í öðru sæti

SMÍS – Liðasprettur Read More »

Skíðamót Íslands í skíðagöngu í Bláfjöllum 23. – 26. mars 2023

Dagana 23. -26. mars næstkomandi fer fram í Bláfjöllum alþjóðlegt FIS-mót sem er jafnframt Skíðamót Íslands í skíðagöngu. Mótið er fyrir 13 ára og eldri. Athugið að keppendur 17 ára og eldri þurfa að hafa FIS-leyfi til að taka þátt í FIS-móti. Til að fá nánari upplýsinar um FIS-leyfi, má senda póst á ullarpostur@gmail.com. LÍkt

Skíðamót Íslands í skíðagöngu í Bláfjöllum 23. – 26. mars 2023 Read More »

Heimsmeistaramótið – Snorri keppir í 15 km F, bæting hjá Kristrúnu

Kristrún Guðnadóttir keppti í 10 km göngu með frjálsri aðferð í gær. Kristrún bætti sig mikið frá því á heimsmeistaramótinu 2019 í Seefeld í Austurríki (74. sæti, 6:59 á eftir fyrsta) í sömu grein og endaði í 58. sæti, um 4:48 á eftir sigurvegaranum Jessie Diggins frá Bandaríkjunum. Til hamingju Kristrún! Klukkan 11:20 í dag

Heimsmeistaramótið – Snorri keppir í 15 km F, bæting hjá Kristrúnu Read More »