Auglýsingar á vefnum?

„Hef til sölu Fischer gönguskíðastafi, 155 cm háa. Ef þú hefur áhuga, sendu þá póst á sirryrut(hjá)gmail.com“.

Á vefurinn að taka að sér að birta auglýsingar af þessu tagi? Þetta er reyndar alvöruauglýsing þannig að ef einhvern vantar svona stafi er þarna kjörið tækifæri til að gera góð kaup. Vefurinn var beðinn að birta svona auglýsingu og það olli heilmiklum heilabrotum hjá umsjónarmanni vefsins hvernig ætti að bregðast við. Það er ekki góður kostur að birta auglýsingar á þann hátt sem hér er gert. Plássið á forsíðunni er verðmætt það er nauðsynlegt að reyna að forgangsraða einhvern veginn til að nýta það sem best. Og það er allt of mikil vinna fyrir umsjónarmann að setja auglýsingar inn með þessum hætti nema þær séu til einhverra áþreifanlegra hagsbóta fyrir félagið. Auk þess munu svona auglýsingar hverfa fljótlega niður eftir síðunni og týnast nema eftir þeim sé leitað.

Nú eru flestir félagsmenn líklega enn í sjöunda himni yfir vel heppnuðu landsmóti. Á morgun er aðalfundur og það er því kominn tími til að kippa þeim aftur niður á jörðina og fá þeim veraldlegri hluti að hugsa um, svo sem hvernig á að afla félaginu tekna og hvernig vill félagið nýta vefinn. Það getur því verið ágætis æfing fyrir aðalfundinn að skrifa nokkrar athugasemdir við þessa færslu. Er þörf fyrir smáauglýsingar á vefnum? Á félagið að reyna að hafa tekjur af þeim? Og svo framvegis …

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur