Andrésarleikarnir og Fossavatnsgangan

Það eru 11 Ullungar skráðir á Andrésarleikana sem verða settir á miðvikudgskvöld og keppnin er svo fimmtudag-laugardag. Ég var uppi í Hlíðarfjalli í gær og voru aðstæður hinar bestu. Ég bendi fólki á að hafa samráð um ferðir ef það getur orðið til þess að spara ferðakostnað og vona að allir séu komnir með gistingu (hafið annars samband við mig).

Fossavatnsgangan er framundan og eru aðstæður fyrir vestan hvað varðar snjóalög hinar bestu og fyllsta átæða til að hvetja til þátttöku. Bent er á að hafa samráð um ferðalög og fylla bíla til að halda ferðakostnaði niðri og einnig er vel þegið ef einhverjir eru með laust svefnpokapláss að láta vita af því. Keppendur eru minntir á að þeir eiga að geta fengið ÍSÍ fargjald í gegnum hópadeild Flugfélags Íslands.
Þóroddur F.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur