Á laugardag lauk Andrésar Andar leikunum með keppni í boðgöngu fyrir 9 ára og eldri og þrautabraut fyrir 5 – 8 ára. Boðgangan er alltaf spennandi og ekki er þrautabrautin minna spennandi fyrir þau allra yngstu, enda fyrsta skipti sem þau fá að taka þátt á Andrésar Andar leikum.
Í boðgöngunni er skipt í tvo aldursflokka, 9 – 11 ára og 12 – 15 ára. Ullur átti sveit vaskra stúlkna í báðum flokkum auk þess að eiga fulltrúa í blandaðri sveit með Akureyringum. Kláruðu allir sinn sprett með miklum sóma. Úrslit má fnna á skidi.is.
Í þrautabrautinni átti Ullur fimm þáttakendur, þarf af tvo sem gengu í fyrsta skipti. Á leiðinni eru krakkarnir látnir leysa ýmsar þrautir. Meðal annars, fara í gegnum göng, fara í hjólabraut, renna sér í svigbraut, ganga aftur á bak og skjóta af skíðaskotfimirifli (fyrir börn, með laser ljósi). Allt ótúlega spennandi og marg sem við fullorðna fólkið myndum veigra okkur við að gera!
Á þessum leikum átti Ullur 13 keppendur, 5 fleiri heldur en í fyrra. Það er ánægjulegt að sjá fjölgun í hópnum og eru vonir bundnar við (og markmiðið er) að enn fleiri þáttakendur keppi fyrir Ull að ári, það er pláss fyrir miklu fleiri og allir eru velkomnir!