Það stefnir í metþátttöku á laugardaginn hjá okkur og vonandi kominn spenningur í alla þátttakendur.
Okkur langar til að vekja athygli á því að afhending skráningargagna hefst strax fimmtudaginn 28. mars í Reykjavík.
Fimmtudaginn 28. mars og föstudaginn 29. mars milli kl. 16:00 – 18:00 í Ferða- og útivistabúðinni Everest í Skeifunni 6, 108 Reykjavík (sjá staðsetningu hér)
Við viljum hvetja alla sem hafa tök á, að koma á þessum tímum í Everest til að létta á afhendingu gagna á mótsdag. Everest verður með tilboð á skíðagönguvörum fimmtudag og föstudag svo það er um að gera að kíkja á okkur þar!
Mótsdag, laugardaginn 30. mars, verðum við í skála Ullar kl. 7:30 – 9:30.
Við hlökkum til að sjá ykkur!
Skíðagöngufélagið Ullur