Æfingar Ullarkrakka

Duglegir krakkar á Ullaræfingum í vetur, hvort sem er í sól og blíðu eða hvassvirði og kulda.

Boðhlaupið á fyrstu myndunum snýst um fleira en að hlaupa hratt. Í fjórum fyrstu sprettunum skilja krakkarnir stafi og skíði eftir hinum megin, eitt í hverri ferð, og í seinni fjórum sprettunum sækja þau aftur búnaðinn sinn, einn hlut í einu. Þannig æfa þau sig að fara hratt og örugglega í og úr skíðum og stöfum.

Á sunnudaginn sl. var æfing í Skálafelli þar sem það var lokað í Bláfjöllum. Við gengum upp á topp í ótroðnu og renndum okkur niður svigbakkann. Fínasta æfing sem tók á öðrum þáttum en við æfum venjulega, að ganga í hörðu og hrjóstrugu færi og að renna niður bratta brekku. Útsýnið á toppnum var magnað í allar áttir, yfir Þingvallavatn, hluta höfuðborgarsvæðisins og í Hvalfjörð.

Æfingarnar eru á sunnudögum kl. 11 við skála Ullar í Bláfjöllum. Á næstu æfingu, sunnudaginn 2. mars, förum við í ævintýraferð upp á Heiðina. Göngum svolítinn spotta, höfum með nesti í bakpoka og stoppum á góðum stað.

Nýir iðkendur eru alltaf velkomnir.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur