Skíðagöngufélagið Ullur stendur fyrir þriggja vikna æfingalotum fyrir félagsmenn frá 7. janúar 2017. Æfingarnar eru annars vegar ætlaðar nýjum félagsmönnum, lítt vönum skíðagöngu, til dæmis hlaupurum sem stefna á að verða Landvættir, og hins vegar þeim sem eru vanir á gönguskíðum.
Farið verður í alla helstu þætti skíðagöngunnar eins og skíðatækni, klæðnað, smurningu og fleira. Þjálfarar verða meðal annars þeir Einar Ólafsson, Grétar Laxdal Björnsson og Ólafur Th. Árnason auk annarra sem hafa mikla reynslu af skíðagöngu og kennslu.
Upplýsingar um námskeiðin má finna undir Æfingar og keppni /Æfingar og námskeið 2017 hér á síðunni. Skráning fer fram hér