Æfingar með stefnu á Íslandsgönguna

Meðal félagsmanna í Ulli eru um 70 karlar og konur sem einhverntíman hafa tekið þátt í eimhverjum göngum innan Íslandsgöngunnar og ættu að gera það í vetur. Við viljum ýta við ykkur og boðum til æfingar á sunnudaginn í Bláfjöllum þar sem nú er hið allra besta skíðafæri.  Ætlunin var að senda tölvupóst á þennan hóp en það tókst ekki í gegnum félagskerfið og viljum við því hvetja alla sem átt er við svo og alla aðra sem geta hugsað sér að taka þátt í Íslandsgöngunni í vetur að mæta og koma sér í form.

Fylgist með hér á síðunni og þá fáið þið nánari upplýsingar um hvenær æfingin verður. Haraldur Hilmars og Óskar Jakobsson verða aðal leiðbeinendur.
Þóroddur F.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur