Æfingar fyrir fullorðna

*** ATH!! LOKAÐ HEFUR VERIÐ FYRIR SKRÁNINGU ÞAR SEM FJÖLDATAKMÖRKUM HEFUR VERIÐ NÁÐ

Sunnudaginn 20. ágúst 2023 mun Ullur byrja með æfingahóp fyrir fullorðna undir handleiðslu Kristrúnar Guðnadóttur.

Markmiðið með hópnum er að leyfa öllum aldurshópum að taka þátt í skíðaiðkun hjá Ulli og kynna hvað skíðaiðkun er góð hreyfing en þjálfarar eru þær Kristrún Guðnadóttir og Gígja Björnsdóttir.

Æfingar verða tvisvar í viku, sunnudaga kl 10:00 og fimmtudaga kl 17:30. Sunnudagsæfingar verða án þjálfara en með plani frá þjálfara en staðsetning æfinga verður breytileg. Fimmtudagsæfingar verða með þjálfara og verða æfingarnar hjá Hinu húsinu í Elliðaárdal. Upplýsingarnar um æfingarnar hverju sinni verða í facebookhópi æfingahópsins.

Æfingahópurinn er fyrir fullorðna, alla yfir 18 ára, og hentar byrjendum og lengra komnum. Æfingar með þjálfara verða með fókus á hjólaskíðatækni, áfangaþjálfun og styktarþjálfun. En æfingar án þjálfara verða oft rólegar æfingar annað hvort hjólskíði eða hlaup með stafi, ogverður reynt að hafa æfingar sem þjálfari er búinn að fara yfir áður.

Verð fyrir haustönnina er 30.000kr. Skáning og greiðsla er á verslun.ullur.is

Fyrir nánari upplýsingar eða spurningar má hafa sambandi við Kristrúnu, kristrungud@gmail.com, sími: 7794341

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur