Ullur mun standa fyrir eftirfarandi æfingum fram að Blájallagöngunni og verða þær kynntar nánar næstu daga. Takið tímana frá og fjölmennið.
1. Þriðjudagar, fyrir þá sem eru að stefna á þátttöku í Íslandsgöngunni, Vasagöngunni og hliðstæðu.
2. Æfingabúðir, fyrir alla og skipt í flokka eftir getu, föstudaginn 8. febrúar til sunnudagsins 10. febrúar. Möguleiki á gistingu á svæðinu.
Veðurútlit gott núna á laugardaginn 11. jan. og verða námskeið fyrir almenning nánar kynnt á morgun.
Þóroddur F.