Æfingar barna og unglinga

Æfingar fyrir börn og unglinga eru hafnar. Silja Rán Guðmundsdóttir verður þjálfari í vetur en mikil ánægja var með störf hennar í fyrra. Æfingarnar eru fyrir 6 ára og eldri og fyrirkomulag þeirra er sem hér segir

– Æfingar fyrir alla, 6 ára og eldri, eru kl. 11 á sunnudögum
– Æfingar fyrir 12 ára og eldri eru kl. 18 á þriðjudögum
– Mæting við Ártúnsskóla (a.m.k. meðan ekki er kominn skíðasnjór í Bláfjöllum)
– Hver æfing er 1 klst.

Nýir iðkendur eru alltaf velkomnir og þeir sem hafa áhuga á að bætast í hópinn geta t.d. sent Silju tölvupóst í  silja.ran.gudmundsdottir@gmail.com. Það má hiklaust mæla með þessum æfingum. Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar á æfingu nú í haust.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur