Nú er skráning hafin í æfingabúðir Ullar sem upphaflega áttu að vera fyrr í þessum mánuði en þurfti að fresta til 20.–22. febrúar. Vart hefur orðið við mikinn áhuga á æfingabúðunum enda þóttu svipaðar æfingabúðir í fyrra einstaklega vel heppnaðar. Nauðsynlegt er að þeir sem vilja komast að nú skrái sig sem fyrst en það má gera með því að smella á myndina efst hér í hægri dálkinum. Skráningu lýkur á fimmtudagskvöld.
Allar nánari upplýsingar um dagskrá, tímasetningu, verð o.fl. má fá með því að smella á krækjuna neðan við skráningarmyndina.
Æfingabúðir Ullar 20.–22. febrúar 2015
- Æfingar, Félagsstarf
Deila
Facebook
Twitter