Æfingabúðir Fossavatnsgöngunnar

vesturÆfingabúðir Fossavatnsgöngunnar á Ísafirði í lok nóvember eru orðinn árviss viðburður sem nýtur sívaxandi vinsælda. Að þessu sinni verða þær helgina 28. nóvember til 1. desember, hefjast sem sagt á fimmtudagskvöld og lýkur á hádegi á sunnudag. Það má hiklaust fullyrða að íslensku skíðagöngufólki gefst hvergi betra tækifæri til að búa sig undir skíðagöngur vetrarins, hvort sem stefnt er á Íslandsgöngur eða stórafrek í útlöndum.

Það má því hiklaust mæla með æfingabúðunum og líklega er ráðlegt að skrá sig sem fyrst. Þótt þeim, sem kynnst hafa skipulagshæfileikum Ísfirðinga þegar um skíðaviðburði er að ræða, virðist þeir vera óendanlegir gætu þó verið einhver takmörk fyrir því hve marga er hægt að taka með í svona æfingabúðir.

Með því að smella á myndina hér fyrir ofan fæst stærri mynd með læsilegum texta og allar nauðsynlegar upplýsingar má fá hér:   Æfingabúðir nóvember 2013

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur