Æfingabúðir Fossavatnsgöngunnar nálgast!

Nú styttist í hinar margrómuðu æfingabúðir Fossavatnsgöngunnar á Ísafirði. Þær eru um aðra helgi og á Ísafirði eru nú hreint frábærar aðstæður, nógur snjór og stefnir í enn meiri snjó næstu daga.
Það lítur út fyrir flotta mætingu á  Ísafirði en athugið að skráningu er að ljúka! Í tilkynningu að vestan segir:  Vinsamlegast staðfestið þátttöku fyrir 16. nóvember 2012 með tölvupósti til fossavatn@fossavatn.com
Nánari uppl.: Kristbjörn s. 896 0528

Greinargóðar upplýsingar um æfingabúðirnar, svo sem dagskrá, verð, gistingu og ferðir má finna hér.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur