Æfingabúðir Fossavatn 2012

Vefnum hefur borist eftirfarandi bréf um æfingabúðir Fossavatnsgöngunnar á Ísafirði 22. – 25. nóvember 2012. Þess má geta að þeir, sem hafa sótt þessar æfingar undanfarin ár, þreytast ekki á að lofa þær, bæði fyrir góða og árangursríka þjálfun og skemmtilegan félagsskap. Það má því hiklaust mæla með að Ullungar fjölmenni vestur þessa helgi.

Sælir skíðamenn,
Nú fer að líða að okkar árlegu og hreint út sagt frábæru æfingabúðum sem haldnar verða dagana 22-25 nóvember hér á Ísafirði. Nú er að kólna þannig að við búumst við fyrsta alvöru snjóskotinu núna í lok október. Snjóbyssan verður notuð frá og með 15.nóvember.
Þess vegna er ekki seinna vænna en að drífa sig og skrá í þessar skemmtilegu æfingabúðir sem eins og í fyrra verða leiddar af Ólympíufara okkar og núverandi bæjarstjóra, Daníel Jakobssyni.
Ykkur býðst gott verð í gistingu hjá Hótel Ísafirði.
Nánari upplýsingar um æfingabúðirnar gefur undirritaður

Með kveðju/Best regards/Med vennlig hilsen/Hiihtoterveisin
Kristbjörn R.Sigurjónsson

Vinsamlegast staðfestið þátttöku fyrir 16. nóvember 2012 með tölvupósti til fossavatn@fossavatn.com
Nánari uppl.: Kristbjörn s. 896 0528

Greinargóðar upplýsingar um æfingabúðirnar, svo sem dagskrá, verð, gistingu og ferðir má finna hér.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur