Æfingabúðir 12.-15. júní

Minnt er á æfingabúðirnar í Reykjavík um aðra helgi. Allt skíðagöngufólk er hvatt til að notfæra sér þetta einstaka tækifæri. Í tengslum við samæfinguna kemur hingað til lands Steinar Mundal, landsliðsþjálfari norska karlaliðsins í skíðagöngu.  Steinar er með reynslumestu skíðagönguþjálfurum í heimi og mikill fengur að fá hann hingað.  Hann mun fylgjast með æfingunni á laugardeginum og síðan vera með fyrirlestur kl. 17.00 laugardaginn 14. júní fyrir skíðagöngufólk og þjálfara í fundarsal hjá ÍSÍ í Laugardalnum.
Aðalþjálfari í æfingabúðum verður Einar Ólafsson.

Skráið ykkur strax eða fyrir 9. júní!

Dagskrá æfingarinnar 12.-15. júní. Gisting á Reykjalundi.
Föstudagur:
FH: Hjólaskíði A1   1:30-2:00 klst.
EH: Hlaup A3          1:30 klst.
Laugardagur:
FH: Hjólaskíði A1  Tækni, styrkur, jafnvægi   1:30-2:00 klst.
EH: Hlaup  A1       1:30 – 2:00 klst.
Fyrirlestur hjá Steinari Mundal, fyrrverandi landsliðsþjálfara Noregs kl. 17:00.
Sunnudagur:
FH: Inniæfing, styrkur, leikir.
EH: Skígangur / fjallganga  A1-A2   2:00-2:30 klst.

Skráning er hjá Bobba (8960528, bobbi@craft.is) og Völu (8217374, vala@hotelisafjordur.is)

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur