Æfinga- og keppnisgallar fyrir Ullunga

Skíðagöngufélagið Ullur hefur gert samkomulag við Craftsport (www.craft.is) á Ísafirði um sölu á skíðagöllum til félagsmanna Ullar. Um er að ræða keppnisgalla og utanyfirgalla (buxur og jakki) fyrir bæði fullorðna og börn.  Létt og þægileg föt frá Craft (www.craftsportswear.com) sem henta jafnt á skíði, í hlaupin, hjólreiðar og gönguferðir.

Allar nánari upplýsingar, eins og útlit og verð,  má finna hér.

Athugið, mikilvægt er að pantanir berist eins fljótt og mögulegt er í gegnum pöntunarsíðu Ulls fyrir þriðjudaginn 8. mars 2016, pöntun verður send þá!!! Smellið á myndina fyrir neðan til að komast inn á pöntunasíðuna.

Hægt verður að máta samskonar föt á eftirfarandi tíma og stað:
Laugardagur og sunnudagur, 5. og 6. mars: 12:00 – 17:00 í skíðaskála Ulls í Bláfjöllum, 18:00 – 22:00 hjá Þóroddi s. 861-­9561 í Engihjalla 11 íbúð 6A.
Mánudagur, 7. mars: 08:00 – 22:00 hjá Þóroddi s. 861­-9561 í Engihjalla 11 íbúð 6A.

MYND_pontunarform

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur