Æfinga- og keppnisgallar fyrir Ullunga!

img_4573_srgb

Í fyrra gerði Skíðagöngufélagið Ullur samkomulag við Craftsport (www.craft.is) á Ísafirði um sölu á skíðagöllum til félagsmanna. Um er að ræða keppnisgalla og utanyfirgalla (buxur og jakki) fyrir bæði fullorðna og börn.  Létt og þægileg föt frá Craft (www.craftsportswear.com) sem henta jafn á skíði, í hlaupin, hjólreiðar og gönguferðir. Núna er fyrirhugað að fara af stað með nýja pöntun, allar nánari upplýsingar er að finna hér

 

 

 

 

 

Hægt verður að máta fötin sem hér segir:

  • 8. október kl. 14:30 til 16:30, Bryggjan Brugghús, Gandagarði. Sama stað og tíma og samráðsfundur Ullar fer fram, allir velkomnir!
  • 10.-16. október að Úlfarsbraut 116, eftir kl. 18, Ólafur sími 787 2402

Mikilvægt er að pantanir berist eins fljótt og mögulegt er í gegnum pöntunarsíðu Ulls eða fyrir 17. október

Á gallana verða prentuð lógó frá styrktaraðilum Ullar og merki Ullar

 

 

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur